Fiskeldi á öruggri framfarabraut Einar K. Guðfinnsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun