Segir leka hins opinbera vera vandamálið Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:50 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59