Búist við átökum hjá Framsókn Snærós Sindradóttir skrifar 17. maí 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins með 52,7 prósent atkvæða gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem þá var sitjandi formaður. vísir/anton brink Búist er við hörðum og hreinskiptnum umræðum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag. Fundurinn er fyrsti stóri fundur Framsóknar frá flokksþinginu síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sitjandi formann, í formannskosningu.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánÍ aðdraganda fundarins hafa svæðisfélög Framsóknarflokksins haldið aðalfundi þar sem staða flokksins hefur verið rædd en heimildir herma að nokkuð þungt sé í mönnum. Eftir aðalfund Framsóknarmanna á Seltjarnarnesi í síðustu viku var til að mynda send út ályktun þar sem hvatt var til þess að flýta flokksþingi svo forystan gæti endurnýjað umboð sitt. Sjö og hálfur mánuður er síðan Sigurður Ingi hafði betur gegn Sigmundi með 370 atkvæðum gegn 329. „Ég held að það sé ljóst að það verða hreinskiptnar umræður um stöðu flokksins. Flokkurinn skiptist í tvær eða jafnvel þrjár fylkingar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður. Staða flokksins sé ömurleg. „Slæm útreið í kosningum, við fengum ekki stjórnarmyndunarumboðið og hækkum ekkert í könnunum á meðan fylgi allra annarra er á hreyfingu. Menn eru ekki sáttir.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem stóðu frá kosningum í lok október og fram í janúar fengu Framsóknarmenn ekki stjórnarmyndunarumboðið þegar búið var að reyna alla stærri flokka. Þess í stað ákvað forseti Íslands að enginn einn flokksformaður fengi umboðið. Á meðan stjórnarþreifingar fóru fram skrifaði Fréttablaðið ítrekaðar skýringar þar sem tæpt var á fjarveru Framsóknarflokksins við stjórnarmyndunarborðið. Gunnar Bragi segir það hafa reynst flokksmönnum skellur að fá ekki umboðið. Nýtt flokksþing Framsóknar hefði átt að fara fram næsta vor. Háværar raddir eru uppi um að flýta því til haustsins. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánÞeir sem Fréttablaðið ræddi við töldu þó ekki líklegt að slík tillaga yrði samþykkt á miðstjórnarfundinum um helgina. Líklegra væri að hugmyndin fengi að gerjast lengur. En ef til flokksþings kæmi í haust yrði tilraun gerð til að skipta formanninum út til að skapa ró innan flokksins. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, segir ljóst að fólk muni skiptast á skoðunum á fundinum. „Svo fer örugglega eftir stemningu hvort komi tillaga um að flýta flokksþingi. Það er ótímabært að segja til um það.“ Hún segir það hafa verið óheppilegt að hafa flokksþingið svo skömmu fyrir kosningar síðasta haust. „Svo fóru kosningarnar eins og þær fóru. Því er ekki að neita að árangurinn hefði mátt vera betri. Það er alveg ljóst að menn verða að ná flokknum saman. Það er lykilatriði að árangri,“ segir Lilja. Ekki náðist í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins, við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Ætlar að berjast fyrir landið. 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Búist er við hörðum og hreinskiptnum umræðum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag. Fundurinn er fyrsti stóri fundur Framsóknar frá flokksþinginu síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sitjandi formann, í formannskosningu.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánÍ aðdraganda fundarins hafa svæðisfélög Framsóknarflokksins haldið aðalfundi þar sem staða flokksins hefur verið rædd en heimildir herma að nokkuð þungt sé í mönnum. Eftir aðalfund Framsóknarmanna á Seltjarnarnesi í síðustu viku var til að mynda send út ályktun þar sem hvatt var til þess að flýta flokksþingi svo forystan gæti endurnýjað umboð sitt. Sjö og hálfur mánuður er síðan Sigurður Ingi hafði betur gegn Sigmundi með 370 atkvæðum gegn 329. „Ég held að það sé ljóst að það verða hreinskiptnar umræður um stöðu flokksins. Flokkurinn skiptist í tvær eða jafnvel þrjár fylkingar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður. Staða flokksins sé ömurleg. „Slæm útreið í kosningum, við fengum ekki stjórnarmyndunarumboðið og hækkum ekkert í könnunum á meðan fylgi allra annarra er á hreyfingu. Menn eru ekki sáttir.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem stóðu frá kosningum í lok október og fram í janúar fengu Framsóknarmenn ekki stjórnarmyndunarumboðið þegar búið var að reyna alla stærri flokka. Þess í stað ákvað forseti Íslands að enginn einn flokksformaður fengi umboðið. Á meðan stjórnarþreifingar fóru fram skrifaði Fréttablaðið ítrekaðar skýringar þar sem tæpt var á fjarveru Framsóknarflokksins við stjórnarmyndunarborðið. Gunnar Bragi segir það hafa reynst flokksmönnum skellur að fá ekki umboðið. Nýtt flokksþing Framsóknar hefði átt að fara fram næsta vor. Háværar raddir eru uppi um að flýta því til haustsins. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánÞeir sem Fréttablaðið ræddi við töldu þó ekki líklegt að slík tillaga yrði samþykkt á miðstjórnarfundinum um helgina. Líklegra væri að hugmyndin fengi að gerjast lengur. En ef til flokksþings kæmi í haust yrði tilraun gerð til að skipta formanninum út til að skapa ró innan flokksins. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, segir ljóst að fólk muni skiptast á skoðunum á fundinum. „Svo fer örugglega eftir stemningu hvort komi tillaga um að flýta flokksþingi. Það er ótímabært að segja til um það.“ Hún segir það hafa verið óheppilegt að hafa flokksþingið svo skömmu fyrir kosningar síðasta haust. „Svo fóru kosningarnar eins og þær fóru. Því er ekki að neita að árangurinn hefði mátt vera betri. Það er alveg ljóst að menn verða að ná flokknum saman. Það er lykilatriði að árangri,“ segir Lilja. Ekki náðist í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins, við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Ætlar að berjast fyrir landið. 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Ætlar að berjast fyrir landið. 5. apríl 2017 17:54
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00
Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu í dag. 2. október 2016 20:25