Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa við Austurhöfn Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 15:47 Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Segir að bankinn hafi skoðað ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG sú að Austurhöfn væri ákjósanlegasti kosturinn. „Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verða að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin á færri fermetrum Í mati KPMG á staðarvalkostum var horft til hagkvæmni, verðgildis hússins til framtíðar, samgangna, staðsetningar, skipulagsmála, sveigjanleika húsnæðis og þjónustu og mannlífs í nágrenninu. „Fjölbreytt starfsemi bankans gerir það að verkum að bankinn telur þörf á að vera með starfsemi sína miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Meðal kosta sem voru sérstaklega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borgartún, Kringlu og Smáralind. Niðurstaðan var að Austurhöfn er ákjósanlegasti kosturinn þegar tekið er tillit til allra ofangreindra atriða. Með flutningi í nýtt húsnæði mun starfsemi sem í dag fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2. Þetta er umtalsvert minna húsnæði en áður var talið að þyrfti undir starfsemina. Markmiðið með flutningum í nýtt hús er að ná fram hagræðingu, auka skilvirkni og mæta kröfum um breytt vinnulag í fjármálaþjónustu. Í því felst meðal annars að vinnuaðstaða í húsinu verður verkefnamiðuð og starfsfólk geti fært sig til eftir því sem verkefni krefjast,“ segir í tilkynningunni. Árlegur sparnaður vegna flutninga á starfsemi bankans í nýtt húsnæði er metinn vera um 500 milljónir króna. „Áætlaður kostnaður við að reisa 16.500 m2 hús er um 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Að teknu tilliti til þess að bankinn mun selja og/eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyrir að kostnaður bankans við þann hluta hússins sem hann mun nýta verði um 5,5 milljarðar króna. Á móti kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn getur selt við flutningana,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin í þrettán húsum Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs, að það sé ánægjulegt að lausn á húsnæðisvanda bankans sé í sjónmáli. „Starfsemi bankans í miðborg Reykjavíkur er í 13 húsum, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði, og er húsnæðið bæði óhagkvæmt og óhentugt. Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta reksturinn og gera Landsbankann betur í stakk búinn til að þróast í síbreytilegu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mikilvægt að vel takist til. Við viljum gæta sérstaklega að því að hús bankans við Austurstræti 11, sem hefur menningarlegt og sögulegt gildi, fái áfram að njóta sín.“ Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Segir að bankinn hafi skoðað ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG sú að Austurhöfn væri ákjósanlegasti kosturinn. „Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verða að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin á færri fermetrum Í mati KPMG á staðarvalkostum var horft til hagkvæmni, verðgildis hússins til framtíðar, samgangna, staðsetningar, skipulagsmála, sveigjanleika húsnæðis og þjónustu og mannlífs í nágrenninu. „Fjölbreytt starfsemi bankans gerir það að verkum að bankinn telur þörf á að vera með starfsemi sína miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Meðal kosta sem voru sérstaklega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borgartún, Kringlu og Smáralind. Niðurstaðan var að Austurhöfn er ákjósanlegasti kosturinn þegar tekið er tillit til allra ofangreindra atriða. Með flutningi í nýtt húsnæði mun starfsemi sem í dag fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2. Þetta er umtalsvert minna húsnæði en áður var talið að þyrfti undir starfsemina. Markmiðið með flutningum í nýtt hús er að ná fram hagræðingu, auka skilvirkni og mæta kröfum um breytt vinnulag í fjármálaþjónustu. Í því felst meðal annars að vinnuaðstaða í húsinu verður verkefnamiðuð og starfsfólk geti fært sig til eftir því sem verkefni krefjast,“ segir í tilkynningunni. Árlegur sparnaður vegna flutninga á starfsemi bankans í nýtt húsnæði er metinn vera um 500 milljónir króna. „Áætlaður kostnaður við að reisa 16.500 m2 hús er um 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Að teknu tilliti til þess að bankinn mun selja og/eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyrir að kostnaður bankans við þann hluta hússins sem hann mun nýta verði um 5,5 milljarðar króna. Á móti kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn getur selt við flutningana,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin í þrettán húsum Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs, að það sé ánægjulegt að lausn á húsnæðisvanda bankans sé í sjónmáli. „Starfsemi bankans í miðborg Reykjavíkur er í 13 húsum, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði, og er húsnæðið bæði óhagkvæmt og óhentugt. Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta reksturinn og gera Landsbankann betur í stakk búinn til að þróast í síbreytilegu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mikilvægt að vel takist til. Við viljum gæta sérstaklega að því að hús bankans við Austurstræti 11, sem hefur menningarlegt og sögulegt gildi, fái áfram að njóta sín.“
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira