Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2017 06:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyfta bikarnum. vísir/eyþór Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið. Olís-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira