Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 10:45 Fógetinn David Clarke. Vísir/Getty Hinn umdeildi fógeti David Clarke segist hafa verið ráðinn í stöðu hjá Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Black Life Matters hreyfingunni sem haturs- og hryðjuverkasamtökum og árið 2015 tísti hann að hreyfingin myndi ganga til liðs við Íslamska ríkið og eyða Bandaríkjunum innan frá. Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Clarke sagði frá nýja starfinu sínu í útvarpsviðtali í gær. Samkvæmt VOX mun starf hans fela í sér að koma stefnumálum Trump í framkvæmd á landvísu. Starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki staðfest ráðningu fógetans, sem hefur undanfarin ár verið fógeti Milwaukee sýslu. Clarke hefur verið gagnrýndur harðlega vegna dauðsfalla í fangelsi sem hann stjórnar. Fjórir létu lífið í fangelsinu í fyrra og þar á meðal nýfætt barn. Einn maður sem lét lífið átti við geðræn vandamál að stríða, en hann fékk ekki vatn að drekka í viku og lést úr vökvaskorti. Philip McNamara var áður í þeirri stöðu sem Clarke hefur verið ráðinn í. Hann var skipaður í hana af Barack Obama. Hann segir starfið fela í sér samskipti við embættismönnum einstakra ríkja og sveitarfélaga. Tíst hans um nýtt starf Clarke hefur vakið mikla athygli. Þar tekur hann saman ýmis mjög svo umdeild atvik sem Clarke hefur komið að.I'm being replaced @DHSgov by #SheriffClarke. My job was to work with state and local officials. Clarke says he wants to strangle #Democrats— Phil McNamara (@philindc) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Hinn umdeildi fógeti David Clarke segist hafa verið ráðinn í stöðu hjá Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Black Life Matters hreyfingunni sem haturs- og hryðjuverkasamtökum og árið 2015 tísti hann að hreyfingin myndi ganga til liðs við Íslamska ríkið og eyða Bandaríkjunum innan frá. Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Clarke sagði frá nýja starfinu sínu í útvarpsviðtali í gær. Samkvæmt VOX mun starf hans fela í sér að koma stefnumálum Trump í framkvæmd á landvísu. Starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki staðfest ráðningu fógetans, sem hefur undanfarin ár verið fógeti Milwaukee sýslu. Clarke hefur verið gagnrýndur harðlega vegna dauðsfalla í fangelsi sem hann stjórnar. Fjórir létu lífið í fangelsinu í fyrra og þar á meðal nýfætt barn. Einn maður sem lét lífið átti við geðræn vandamál að stríða, en hann fékk ekki vatn að drekka í viku og lést úr vökvaskorti. Philip McNamara var áður í þeirri stöðu sem Clarke hefur verið ráðinn í. Hann var skipaður í hana af Barack Obama. Hann segir starfið fela í sér samskipti við embættismönnum einstakra ríkja og sveitarfélaga. Tíst hans um nýtt starf Clarke hefur vakið mikla athygli. Þar tekur hann saman ýmis mjög svo umdeild atvik sem Clarke hefur komið að.I'm being replaced @DHSgov by #SheriffClarke. My job was to work with state and local officials. Clarke says he wants to strangle #Democrats— Phil McNamara (@philindc) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira