Spil gegn staðalímyndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Hér má sjá dæmi um pípara, leikskólakennara, listamenn og hjúkrunarfræðinga en alls er um fimmtán störf að ræða vísir/bsm Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira