Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:11 Halldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni. vísir/eyþór Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45