Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2017 20:00 Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent