Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 19:19 Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks. vísir/ernir „Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30