Milos: Finnst þetta sanngjarn sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2017 21:50 Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30