Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2017 09:00 Kimmel átti mjög erfitt í þættinum. „Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira