Starfsmaður FBI giftist ISIS-liða sem hún átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 11:50 Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna sögðu Denis Cuspert hafa fallið í loftárás árið 2015, en dróu það svo til baka. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Vísir/AFP Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira