KR-vörninni splundrað með sex sendingum | Sjáðu glæsilegt sigurmark Víkinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 13:30 Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn