Norski lögfræðingurinn Berit Reiss-Andersen hefur verið valin til að gegna embætti formanns norsku Nóbelsnefndarinnar.
Kaci Kullmann Five var formaður nefndarinnar en hún lést í febrúar eftir baráttu við brjóstakrabbamein.
Reiss-Andersen var formaður norska Lögmannasambandsins á árunum 2008 til 2012 og var ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu 1996 til 1977 í valdatíð Verkamannaflokksins.
Hin 62 ára Reiss-Andersen hefur átt sæti í Nóbelsnefndinni frá 2012 og tók við skyldum formanns eftir fráfall Kullman Five.
Norska Nóbelsnefndin velur handhafa Friðarverðlauna Nóbels.
Reiss-Andersen nýr formaður norsku Nóbelsnefndarinnar
Tengdar fréttir
Kaci Kullmann Five er látin
Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, Kaci Kullmann Five, er látin, 65 ára að aldri.
Kullman Five nýr formaður norsku Nóbelsnefndarinnar
Kaci Kullmann Five tekur við formennsku af Thorbjørn Jagland.