Forsætisráðherra: Eitthvað að ef verið væri að greiða stórkostlegar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 15:29 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu arðgreiðslur í heilbrigðiskerfinu á Alþingi í dag. Vísir/Samsett mynd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“ Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira