Forsætisráðherra: Eitthvað að ef verið væri að greiða stórkostlegar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 15:29 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu arðgreiðslur í heilbrigðiskerfinu á Alþingi í dag. Vísir/Samsett mynd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira