Fyrsta þrennan í fyrstu umferð á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 06:00 Lennon í leik með FH. vísir/stefán FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30
„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn