Viðskipti innlent

Primera Air stefnir á Bandaríkjaflug

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Primera Air Nordic er starfrækt í Lettlandi.
Primera Air Nordic er starfrækt í Lettlandi. Vísir/Hörður
Primera Air hefur sótt um leyfi til bandarískra flugmálayfirvalda um að mega hefja flug til Bandaríkjanna frá og með maí á næsta ári.

Primera Air Nordic, sem starfrækt er í Lettlandi, sækir um leyfið að því er kemur fram á vef CH-Avation en flugfélagið er hluti af Primera Travel Group.

Flugfélagið rekur sjö flugvélar og er helsta starfsemi flugfélagsins að flytja farþega frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi til áfangastaða í Morokkó, Grikklandi, Portúgal, Möltu, Króatíu, Ítalíu, Spáni og Kýpur.

Flugfélagið hefur verið í fréttunum að undanförnu, fyrst vegna atviks þar sem flugvél flugfélagsins rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag.

Þá þurfti að seinka ferð Primera frá Alicante á Spáni í gær vegna bilunar en flugstjóri farþegaþotunnar reyndi tvívegis að taka af stað. Hætt var við flugtakið í bæði skiptin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×