Sakaði fjármálaráðherra um „ódýr pólitísk undanbrögð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:02 Benedikt Jóhannesson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. vísir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn. Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn.
Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira