Munar miklu um Aron Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 06:30 Aron verður vonandi í stuði í kvöld. vísir/ernir Leikur Makedóníu og Íslands í undankeppni EM í handbolta á morgun er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Ísland fór ekki nógu vel af stað í undankeppninni síðastliðið haust – vann Tékklandi á heimavelli í október með einu marki en tapaði fyrir Úkraínu með tveimur ytra nokkrum dögum síðar. Geir Sveinsson sýndi þó á HM í Frakklandi í janúar að landsliðið hefur náð þó nokkrum framförum undir hans stjórn frá þeim leikjum. Ísland lék ágæta vörn á heimsmeistaramótinu og féll úr leik eftir hetjulega baráttu gegn verðandi heimsmeisturum og gestgjöfum Frakklands í Lille. Leikurinn í Skopje í dag verður fyrsti landsleikur strákanna okkar frá því á HM í Frakklandi og Geir fékk aðeins þrjár æfingar til að koma liðinu aftur saman og undirbúa það fyrir leikina gegn Makedóníu ytra á morgun og í Laugardalshöllinni á sunnudag.Þurfum sex stig „Fyrir utan meiðsli Arons Rafns [Eðvarðssonar] og innkomu Stephans [Nielsen] í hans stað er allir í hópnum klárir í slaginn,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær en íslenski landsliðshópurinn var þá nýkominn til Skopje í Makedóníu. Það er dýrt að missa af stórmótum í handbolta og getur verið erfitt að koma sér þangað inn aftur, eins og mörg lið hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Íslendingum hefur þó gengið vel að halda sér inni á stórmótunum undanfarin ár en ljóst er að það þarf helst að fá eitthvað úr leiknum á morgun til að halda möguleikum Íslands góðum. „Við vitum að það þarf átta stig til að komast áfram og við erum með tvö stig. Við höfum nú fjóra leiki til að ná í sex stig til viðbótar og því fyrr sem við gerum það, því betra,“ segir Geir. Hann stefnir vitanlega á sigur, líkt og fyrir alla leiki. „Það breytist aldrei en við erum nú að fara að spila á erfiðum útivelli og það gerir þetta verkefni bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir hann.Finna taktinn aftur Geir vill byggja á því sem gekk vel í Frakklandi og fá meira út úr sóknarleiknum. Innkoma Arons Pálmarssonar, sem missti af HM í Frakklandi vegna meiðsla, gæti þar skipt sköpum. „Það er ekki sjálfgefið að að varnarleikurinn smelli aftur eins og hann gerði í Frakklandi og við erum að vinna í því að ná taktinum aftur. Samhliða því erum við að koma Aroni inn í það sem við viljum gera,“ segir Geir. Aron spilaði glimrandi vel með liði sínu, Veszprem, gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og tekur því enn eitt árið þátt í úrslitahelginni í Köln í vor. „Hann hefur unnið vel í sínum málum og er greinilega að koma sterkari til baka eftir meiðslin. Hann styrkir okkur mikið og myndi styrkja hvaða lið sem er – eins og sýndi sig þegar hann byrjaði að spila með Veszprem aftur.“Nýr þjálfari Í hinni skyttustöðunni var Rúnar Kárason í aðalhlutverki í Frakklandi en þess má geta að hann var markahæstur í liði Íslands þegar strákarnir léku gegn Makedóníu í riðlakeppninni. Hann skoraði sjö mörk en strákarnir urðu að sætta sig við jafntefli, 27-27, eftir svekkjandi lokamínútur. „Það þýðir ekkert fyrir mig að hafa áhyggjur af svona löguðu. Rúnar kemur örugglega hungraður inn í þetta verkefni og staðráðinn í að eiga góðan leik.“ Makedónía mætir til leiks með nýjan þjálfara en Lino Cervar hætti með liðið eftir mótið í Frakklandi og tók aftur við liði Króatíu, sem hann þjálfaði frá 2002 til 2010. „Auðvitað fylgja nýjar áherslur nýjum þjálfara en hann hefur, rétt eins og við, haft lítinn tíma til að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við þurfum að átta okkur á því hvort og hvaða breytingar hann hefur gert á liðinu en vonandi tekst okkur að bregðast við því.“ Leikurinn í Makedóníu hefst klukkan 18.00 í kvöld. EM 2018 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leikur Makedóníu og Íslands í undankeppni EM í handbolta á morgun er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Ísland fór ekki nógu vel af stað í undankeppninni síðastliðið haust – vann Tékklandi á heimavelli í október með einu marki en tapaði fyrir Úkraínu með tveimur ytra nokkrum dögum síðar. Geir Sveinsson sýndi þó á HM í Frakklandi í janúar að landsliðið hefur náð þó nokkrum framförum undir hans stjórn frá þeim leikjum. Ísland lék ágæta vörn á heimsmeistaramótinu og féll úr leik eftir hetjulega baráttu gegn verðandi heimsmeisturum og gestgjöfum Frakklands í Lille. Leikurinn í Skopje í dag verður fyrsti landsleikur strákanna okkar frá því á HM í Frakklandi og Geir fékk aðeins þrjár æfingar til að koma liðinu aftur saman og undirbúa það fyrir leikina gegn Makedóníu ytra á morgun og í Laugardalshöllinni á sunnudag.Þurfum sex stig „Fyrir utan meiðsli Arons Rafns [Eðvarðssonar] og innkomu Stephans [Nielsen] í hans stað er allir í hópnum klárir í slaginn,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær en íslenski landsliðshópurinn var þá nýkominn til Skopje í Makedóníu. Það er dýrt að missa af stórmótum í handbolta og getur verið erfitt að koma sér þangað inn aftur, eins og mörg lið hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Íslendingum hefur þó gengið vel að halda sér inni á stórmótunum undanfarin ár en ljóst er að það þarf helst að fá eitthvað úr leiknum á morgun til að halda möguleikum Íslands góðum. „Við vitum að það þarf átta stig til að komast áfram og við erum með tvö stig. Við höfum nú fjóra leiki til að ná í sex stig til viðbótar og því fyrr sem við gerum það, því betra,“ segir Geir. Hann stefnir vitanlega á sigur, líkt og fyrir alla leiki. „Það breytist aldrei en við erum nú að fara að spila á erfiðum útivelli og það gerir þetta verkefni bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir hann.Finna taktinn aftur Geir vill byggja á því sem gekk vel í Frakklandi og fá meira út úr sóknarleiknum. Innkoma Arons Pálmarssonar, sem missti af HM í Frakklandi vegna meiðsla, gæti þar skipt sköpum. „Það er ekki sjálfgefið að að varnarleikurinn smelli aftur eins og hann gerði í Frakklandi og við erum að vinna í því að ná taktinum aftur. Samhliða því erum við að koma Aroni inn í það sem við viljum gera,“ segir Geir. Aron spilaði glimrandi vel með liði sínu, Veszprem, gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og tekur því enn eitt árið þátt í úrslitahelginni í Köln í vor. „Hann hefur unnið vel í sínum málum og er greinilega að koma sterkari til baka eftir meiðslin. Hann styrkir okkur mikið og myndi styrkja hvaða lið sem er – eins og sýndi sig þegar hann byrjaði að spila með Veszprem aftur.“Nýr þjálfari Í hinni skyttustöðunni var Rúnar Kárason í aðalhlutverki í Frakklandi en þess má geta að hann var markahæstur í liði Íslands þegar strákarnir léku gegn Makedóníu í riðlakeppninni. Hann skoraði sjö mörk en strákarnir urðu að sætta sig við jafntefli, 27-27, eftir svekkjandi lokamínútur. „Það þýðir ekkert fyrir mig að hafa áhyggjur af svona löguðu. Rúnar kemur örugglega hungraður inn í þetta verkefni og staðráðinn í að eiga góðan leik.“ Makedónía mætir til leiks með nýjan þjálfara en Lino Cervar hætti með liðið eftir mótið í Frakklandi og tók aftur við liði Króatíu, sem hann þjálfaði frá 2002 til 2010. „Auðvitað fylgja nýjar áherslur nýjum þjálfara en hann hefur, rétt eins og við, haft lítinn tíma til að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við þurfum að átta okkur á því hvort og hvaða breytingar hann hefur gert á liðinu en vonandi tekst okkur að bregðast við því.“ Leikurinn í Makedóníu hefst klukkan 18.00 í kvöld.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira