Körfubolti

Látinn fara þrátt fyrir bronsið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar (lengst til vinstri) er aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Arnar (lengst til vinstri) er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/valli
Þrátt fyrir að hafa stýrt danska körfuboltaliðinu Svendborg Rabbits til bronsverðlauna fær Arnar Guðjónsson ekki nýjan samning hjá félaginu.

Samningur Arnars rann út eftir tímabilið og félagið ætlar ekki að framlengja hann.

Í tilkynningu á heimasíðu Svendborg kemur fram að það gangi ekki að þjálfari liðsins sé einnig landsliðsþjálfari. Arnar er sem kunnugt er aðstoðarmaður Craigs Pedersen með íslenska landsliðið.

Arnar tók einmitt við Svendborg af Pedersen á síðasta tímabili. Undir stjórn Arnars unnu Kanínurnar til bronsverðlauna í vetur en það voru fyrstu verðlaunin sem félagið vinnur til síðan 2013.

Arnar er ekki eini Íslendingurinn sem er förum frá Svendborg því landsliðsmaðurinn Axel Kárason er á heimleið og hefur samið við Tindastól.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×