Stjórn HSÍ krefst rannsókn á frammistöðu dómaranna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 10:46 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15
„Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33