Fylkir og Keflavík leika í Pepsi-deild karla á næsta tímabili ef spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í Inkasso-deildinni gengur eftir.
Spáin var opinberuð í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fylki var spáð efsta sæti deildarinnar en Árbæjarliðið fékk fjórum stigum meira en Keflavík í spánni.
Samkvæmt henni falla Leiknir F. og Grótta en nýliðar ÍR halda sér uppi.
Keppni í Inkasso-deildinni hefst á morgun með þremur leikjum.
Spáin í heild sinni:
1. Fylkir - 398 stig
2. Keflavík - 394 stig
3. Þróttur - 352 stig
4. Þór Ak. - 288 stig
5. Selfoss - 278 stig
6. Leiknir R. - 246 stig
7. Fram - 231 stig
8. Haukar - 215 stig
9. HK - 158 stig
10. ÍR - 118 stig
11. Leiknir F. - 78 stig
12. Grótta - 52 stig
