Braust inn og makaði blóði á veggina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 19:02 Maðurinn var sakfelldur fyrir húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Vísir/GVA Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990. Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990.
Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38