Danir spiluðu í kvöld sinn fyrsta landsleik eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti að þjálfa liðið. Nikolaj Jacobsen var mættur á hliðarlínuna hjá Dönum.
Andstæðingurinn var kunnuglegur. Ungverjaland sem henti Dönum út úr HM í 16-liða úrslitum keppninnar í janúar.
Ungverjum virðist líka vel að spila gegn Dönum því þeir leiddu nánast allan leikinn. Danir komu þó til baka í lokin og Anders Eggert skoraði jöfnunarmark Dana úr vítakasti er aðein sekúnda var eftir af leiknum.
Bæði lið eru á toppi riðils 1 með fimm stig og eru á leið á EM.
Eggert bjargaði stigi fyrir Dani
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn