Innlent

Erna Ýr til Moggans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erna Ýr Öldudóttir er orðinn blaðamaður hjá Morgunblaðinu.
Erna Ýr Öldudóttir er orðinn blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Mynd/Heiða Halls
Erna Ýr Öldudóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, hóf í dag störf á fréttadeild Morgunblaðsins. Starfsmönnum var tilkynnt um liðsaukann í tölvupósti í morgun.

Erna hætti trúnaðarstörfum fyrir Pírata fyrir rétt rúmu ári og vísaði til málefnalegs ágreinings og samstöðuleysi. Hafði hún gagnrýnt Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, harðlega og hafði komið til töluverðra orðaskipta þeirra á milli á netinu. 

Auk þess grínaðist hún að ein ástæðan væri sú að nafn hennar hefði ekki komið fram í Panamaskjölunum. Sagðist hún síðar ekki geta kosið Pírata í Alþingiskosnunum síðastliðið haust.

Útvarp Saga hefur notið liðssinnis Ernu Ýrar en hún hefur verið með þættina Báknið Burt í Síðdegisútvarpinu á stöðinni. Þá hefur hún verið afar virk í umræðu á netinu, ekki síst í hinum virku umræðuhópum Pírataspjallinu og Fjölmiðlanördum.


Tengdar fréttir

Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata

Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×