Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. maí 2017 14:07 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira