Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. maí 2017 14:07 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Formaður samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. Samtökin 78 hafa staðið svokallaða mótmælavakt við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem ástandinu í Téténíu er mótmælt. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að í Téténíu fari nú fram útrýmingarherferð gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum. Þar séu þeir beittir grófu ofbeldi af hálfu yfirvalda. „Það er verið að taka þessa einstaklinga og aðra sem eru grunaðir um að vera hinsegin og hneppa þá í varðhald, pynta þá, svelta þá, beita á þá raflosti og fleira.” Téténía er að nafninu til hluti af Rússlandi en þar stjórnar Ramzan Kadyrov harðri hendi með blessun Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Téténsk yfirvöld visa öllum ásökunum um útrýmingu á bug og hefur Kadyrov sagt að þær standist enga skoðun þar sem engir samkynhneigðir menn séu í Téténíu. „Og að það ætti að útrýma þeim ef þeir væru til sem er ekki beinlínis traustvekjandi svar. Á sama tíma hefur breska utanríkisráðuneytið staðfest það að Khadyrov hafi í huga að útrýma þessum samfélagshópi fyrir upphaf Ramadan sem er 26. maí. Allar okkar fregnir frá fólki sem hafa starfað á svæðinu eru á þann veg að það versnar bara og versnar,” segir María. Íslensk stjórnvöld þrýsti á rússnesk yfirvöldSamtökin 78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi verða sóttir til saka. „Við óttumst að þetta verði fordæmi fyrir önnur svæði sem gætu litið á þetta sem tækifæri til þess að fara í sams konar hreinsanir í sínum samfélögum. Því er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi fullan þunga í að þrýsta á rússnesk yfirvöld. Fram til þessa hafa rússnesk stjórnvöld látið sem ekkert sé að ske í Téténíu og hefur Pútín sagt að um sé að ræða sögusagnir.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira