Ráðherra segir nauðsynlegt að ríkið ræði sem fyrst við sveitarfélögin um Borgarlínu Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/pjetur Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent