Hamingjuóskum rignir yfir Macron Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:43 Emmanuel Macron Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira