Hamingjuóskum rignir yfir Macron Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:43 Emmanuel Macron Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira