Mælikvarðinn er hve stór hluti af vergri landsframleiðslu veltan í ferðamannaiðnaðinum er. Í tilfelli Íslands var hlutfallið 8,2 prósent miðað við árið 2015. How Much fjallar um þetta og vísar í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins.
Úkraína, Rússland, Pólland, Kanada og Suður-Kórea eru þær fimm þjóðir sem eru minnst háðar ferðamennsku.
Það sem einkennir þjóðir sem eru mjög háðar ferðamennsku er fámenni og lítið hagkerfi. Á það er bent í sambandi við Íslands að fjöldi ferðamanna sem sækja landið heim ár hvert er margfaldur íbúafjöldi landsins.
