FH hefur eina viku til að landa Salquist sem byrjaði síðasta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 14:28 Tobas Salquist er opinn fyrir því að fara til FH en hér er hann í leik á móti meisturunum í fyrra. vísir/anton brink Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira