Miklar tafir á umferð á Miklubraut: „Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 19:00 Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór. Samgöngur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór.
Samgöngur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira