Handbolti

Þór vill halda samstarfinu við KA áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor.
Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor. vísir/anton
Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram.

KA og Þór sameinuðust árið 2006 og hafa spilað í efstu deild undir nafni Akureyrar síðan þá.

Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og svo gæti farið að tímabilið í ár hafi verið síðasta starfsár félagsins.

Kristján Gylfason, formaður handknattleiksdeildar Þórs, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri vilji Þórsara að halda samstarfinu áfram.

Halldór Karlsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en samkvæmt heimildum Vísis vilja KA-menn slíta samstarfinu.

HSÍ framlengdi frestinn til að skrá lið til keppni á Íslandsmótinu 2017-18 fram til 15. maí vegna óvissunar um framtíð Akureyrar.

Samkvæmt heimildum Vísis kemur í ljós á allra næstu dögum, jafnvel á morgun, hvort samstarfi KA og Þórs verði slitið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×