126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. apríl 2017 20:45 Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. Ofbeldi foreldra gegn börnum þrífst á Íslandi en í 9 prósent heimilisofbeldismála á skrá hjá lögreglunni í fyrra var um að ræða ofbeldi gegn börnum. Frá miðjum janúar árið 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru börnin ólögráða í tæplega 7 prósent málanna. í 98 grein barnaverndarlaga segir að ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt, vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin þá varðar það fangelsi allt að fimm árum. Í 99 grein segir að hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Málum þar sem grunur er á að brotið sé gegn þessum greinum laganna hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni eins og sést hér. Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru málin 26 árið 2014 og 56 árið 2015. Í fyrra voru málin hins vegar orðin 103. Það sem af er ári eru málin nú þegar 47. Þróunin er svipuð hjá öðrum embættum. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðurnar margþættar. Meðal annars hafi verklag lögreglunnar í heimilisofbeldismálum áhrif á fjölda tilkynninga. Í stuttu máli gengur verklagið út á það að lögregla, barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi að málunum strax í upphafi, afli eins mikilla upplýsinga og unnt er, bjóði stuðning og kynni brotaþolum þau úrræði sem í boði eru. Alda segir að tilkynningar í málunum berist með ýmsum hætti; frá brotaþolunum sjálfum, fjölskyldumeðlimum, nágrönnum eða frá barnavernd. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. Ofbeldi foreldra gegn börnum þrífst á Íslandi en í 9 prósent heimilisofbeldismála á skrá hjá lögreglunni í fyrra var um að ræða ofbeldi gegn börnum. Frá miðjum janúar árið 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru börnin ólögráða í tæplega 7 prósent málanna. í 98 grein barnaverndarlaga segir að ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt, vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin þá varðar það fangelsi allt að fimm árum. Í 99 grein segir að hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Málum þar sem grunur er á að brotið sé gegn þessum greinum laganna hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni eins og sést hér. Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru málin 26 árið 2014 og 56 árið 2015. Í fyrra voru málin hins vegar orðin 103. Það sem af er ári eru málin nú þegar 47. Þróunin er svipuð hjá öðrum embættum. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðurnar margþættar. Meðal annars hafi verklag lögreglunnar í heimilisofbeldismálum áhrif á fjölda tilkynninga. Í stuttu máli gengur verklagið út á það að lögregla, barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi að málunum strax í upphafi, afli eins mikilla upplýsinga og unnt er, bjóði stuðning og kynni brotaþolum þau úrræði sem í boði eru. Alda segir að tilkynningar í málunum berist með ýmsum hætti; frá brotaþolunum sjálfum, fjölskyldumeðlimum, nágrönnum eða frá barnavernd.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira