"Fátækt er ekki aumingjaskapur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 20:00 Ásta er í félagi fólks í fátækt og segir fólk eiga erfitt með að stíga fram og viðurkenna vandann Vísir/skjáskot Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira