Handbolti

Patti á leið til Selfoss?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur var þjálfari Hauka síðast er hann stýrði liði í Olís-deildinni.
Patrekur var þjálfari Hauka síðast er hann stýrði liði í Olís-deildinni. vísir/stefán
Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik.

Patrekur hefur síðustu misseri einbeitt sér að þjálfun austurríska landsliðsins en nú er aftur í myndinni hjá honum að þjálfa íslenskt lið samhliða starfi sínu fyrir austurríska sambandið.

Patrekur er nú sterklega orðaður við Selfoss en menn þar á bæ eru í þjálfaraleit eftir að þeir létu Stefán Árnason óvænt flakka. Vilja margir tengja þann gjörning við mögulega komu Patreks til félagsins. Selfyssingar sögðu við Stefán að þeir vildu stærra nafn og samkvæmt heimildum Vísis er það nafn Patrekur Jóhannesson.

Akureyringar höfðu einnig áhuga á Patreki en það verður ekki af því að þjálfarinn fari þangað.

Patrekur hefur þjálfað Stjörnuna, Val og síðast Hauka hér heima og þjálfaði einnig um tíma þýska liðið TV Emsdetten.

Ekki hefur náðst í Patrek í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×