Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Fjöldi lögreglumanna var við Sigurbogann. Nordicphotos/AFP Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira