Aukin hætta á heilablóðfalli og elliglöpum tengd neyslu á sykurlausum gosdrykkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 10:50 Það er ekkert sérstaklega hollt að drekka mikið af gosi. vísir/getty Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar. Neytendur Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar.
Neytendur Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira