Aukin hætta á heilablóðfalli og elliglöpum tengd neyslu á sykurlausum gosdrykkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 10:50 Það er ekkert sérstaklega hollt að drekka mikið af gosi. vísir/getty Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar. Neytendur Vísindi Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar.
Neytendur Vísindi Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira