Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 17:15 Bílar frá Tesla. Vísir/AFP Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda. United Silicon Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda.
United Silicon Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent