Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 17:15 Bílar frá Tesla. Vísir/AFP Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda. United Silicon Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda.
United Silicon Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira