Óvænt töpuð stig hjá Bayern | Augsburg varð af mikilvægum stigum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 15:45 Thiago hleypir af í jöfnunarmarkinu. Vísir/getty Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen
Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira