Tillagan um 3+2 regluna felld á jöfnu 22. apríl 2017 18:23 Stjórn KKÍ næstu tvö árin en á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson Mynd/Aðsend Í tilkynninngu frá KKÍ kemur það fram að tillögunni um að taka aftur upp 3+2 regluna svokölluðu í körfuboltanum á Íslandi var hafnað á jöfnu. Um er að ræða reglu sem sett var á árið 2013 en samkvæmt henni er liðum á Íslandi óheimilt að tefla fram liði með tveimur erlendum og þremur íslenskum leikmönnum inná að hverju sinni. Var reglan upphaflega sett á með naumum meirihluta en tillaga barst um að breyta aftur í 3+2 regluna frá kkd. Hattar á Egilsstöðum en ekki fékkst nægilegur stuðningur til þess að breyta reglunni í gamlar horfur. Var hnífjafnt á öllum tölum en 51 aðili kaus að samþykkja breytinguna á meðan 51 aðili synjaði breytingunni. Var Hannes S. Jónsson sjálfkjörinn formaður á nýjan leik enda einn í framboði til formanns. Stjórn KKÍ var sömuleiðis sjálfkjörin en úr henni gengu Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í þeirra stað komu þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason til næstu tveggja ára. Stjórn kom strax saman að loknu þingi til fundar og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir verður áfram varaformaður, Eyjólfur Þór Guðlaugsson verður áfram gjaldkeri og Rúnar Birgir Gíslason verður áfram ritari. Var tilllögu KR um að stækka Dominos-deild kvenna og hafa tólf lið vísað til stjórnar en tillaga Breiðabliks um að bæta við þriðju umferðinni í 1. deild karla var samþykkt. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Í tilkynninngu frá KKÍ kemur það fram að tillögunni um að taka aftur upp 3+2 regluna svokölluðu í körfuboltanum á Íslandi var hafnað á jöfnu. Um er að ræða reglu sem sett var á árið 2013 en samkvæmt henni er liðum á Íslandi óheimilt að tefla fram liði með tveimur erlendum og þremur íslenskum leikmönnum inná að hverju sinni. Var reglan upphaflega sett á með naumum meirihluta en tillaga barst um að breyta aftur í 3+2 regluna frá kkd. Hattar á Egilsstöðum en ekki fékkst nægilegur stuðningur til þess að breyta reglunni í gamlar horfur. Var hnífjafnt á öllum tölum en 51 aðili kaus að samþykkja breytinguna á meðan 51 aðili synjaði breytingunni. Var Hannes S. Jónsson sjálfkjörinn formaður á nýjan leik enda einn í framboði til formanns. Stjórn KKÍ var sömuleiðis sjálfkjörin en úr henni gengu Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í þeirra stað komu þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason til næstu tveggja ára. Stjórn kom strax saman að loknu þingi til fundar og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir verður áfram varaformaður, Eyjólfur Þór Guðlaugsson verður áfram gjaldkeri og Rúnar Birgir Gíslason verður áfram ritari. Var tilllögu KR um að stækka Dominos-deild kvenna og hafa tólf lið vísað til stjórnar en tillaga Breiðabliks um að bæta við þriðju umferðinni í 1. deild karla var samþykkt.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira