Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:00 Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær: NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær:
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti