Hefur áhyggjur af stöðu sjúkraflutninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 12:00 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilbrigðismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilbrigðismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira