Hefur áhyggjur af stöðu sjúkraflutninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 12:00 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent