Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:00 Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira