Viðskipti innlent

Icelandair sneri á írskt flugfélag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér vantar Ísland. Og Grænland.
Hér vantar Ísland. Og Grænland. Vísir
Segja má að betur hafi farið en á horfðist þegar Icelandair og írska flugfélagið Aer Lingus tókust á á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að fyrrnefnda flugfélaginu var bent á að Ísland væri hvergi að finna á leiðakorti Aer Lingus.

Á kortinu, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig búið er að klippa Ísland og Grænland út til þess að sýna á skilmerkilegan hátt hverjir áfangastaðir Aer Lingus eru í Bandaríkjunum og Kanada.

Íri að nafni Patrick Flaherty benti Icelandair á þetta sem svaraði um hæl að augljóst væri að Aer Lingus þætti Ísland og Grænland vera „út úr kortinu“.

Aer Lingus var ekki lengi að svara og sagði að Icelandair ætti ekki að móðgast yfir þessu, um svokallað listrænt leyfi væri að ræða. Þetta greip Icelandair á lofti og útbjó sitt eigið leiðakort þar sem Írland var horfið.

Ef marka má viðbrögð Aer Lingus var flugfélagið ekkert sérstaklega hrifið af þessu en Icelandair var fljótt að viðurkenna „mistökin“ og spurði hvort að flugfélögin væru ekki enn vinir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×