Veðurfræðingar boða vor: Hiti gæti farið í 17 stig eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 14:43 Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir þriðjudag. Veðurstofa Íslands Það hlýnar heldur í veðri eftir helgi að sögn Þorsteins V. Jónsson, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gengur hann svo langt að spá því að það muni hreinlega vora á mánudag, eins og spárnar líta út í dag og gæti farið allt upp í 16 - 17 stiga hita á norðanverðu landinu. „Það verður heldur vetrarlegt veður á morgun og á föstudag en svo hlýnar á sunnudeginum og útlit fyrir nokkuð hlýtt og gott veður eftir helgi,“ segir Þorsteinn. Hann segir hlýrra loft leika um landið eftir helgi og að kalda loftið sé á undanhaldi eins og spárnar líta út í dag, og mun þetta ástand vara í nokkra daga miðað við þær. „Og við vonum að þetta muni vara sem lengst,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það muni verða fremur hlýtt á Norðurlandi eftir helgi, það er að segja í Eyjafirði og nágrenni hans og þá er ekki útilokað að hlýtt gæti orðið á Vestfjörðum. Þessu mun þó fylgja strekkings suðaustanátt á Suður- og Austurlandi, sem þýðir að veður verður mun skaplegra á þeim stöðum sem eru hlémegin við þá átt, það er að segja Norður- og Vesturland.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Sunnan 8-15 og rigning en hægari og þurrt á N- og A-landi til kvölds, síðan væta með köflum þar. Sums staðar slydda eða snjómugga til fjalla S- og V-til um kvöldið og kólnar í veðri.Á föstudag:Suðaustan 13-18 m/s og úrkomulítið N-land, annars rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur á S- og V-landi um kvöldið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.Á laugardag:Suðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning SA-lands, annars skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig, mildast NA-lands.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Stífar austlægar áttir, væta með köflum og hægt hlýnandi veður. Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Það hlýnar heldur í veðri eftir helgi að sögn Þorsteins V. Jónsson, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gengur hann svo langt að spá því að það muni hreinlega vora á mánudag, eins og spárnar líta út í dag og gæti farið allt upp í 16 - 17 stiga hita á norðanverðu landinu. „Það verður heldur vetrarlegt veður á morgun og á föstudag en svo hlýnar á sunnudeginum og útlit fyrir nokkuð hlýtt og gott veður eftir helgi,“ segir Þorsteinn. Hann segir hlýrra loft leika um landið eftir helgi og að kalda loftið sé á undanhaldi eins og spárnar líta út í dag, og mun þetta ástand vara í nokkra daga miðað við þær. „Og við vonum að þetta muni vara sem lengst,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það muni verða fremur hlýtt á Norðurlandi eftir helgi, það er að segja í Eyjafirði og nágrenni hans og þá er ekki útilokað að hlýtt gæti orðið á Vestfjörðum. Þessu mun þó fylgja strekkings suðaustanátt á Suður- og Austurlandi, sem þýðir að veður verður mun skaplegra á þeim stöðum sem eru hlémegin við þá átt, það er að segja Norður- og Vesturland.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Sunnan 8-15 og rigning en hægari og þurrt á N- og A-landi til kvölds, síðan væta með köflum þar. Sums staðar slydda eða snjómugga til fjalla S- og V-til um kvöldið og kólnar í veðri.Á föstudag:Suðaustan 13-18 m/s og úrkomulítið N-land, annars rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur á S- og V-landi um kvöldið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.Á laugardag:Suðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning SA-lands, annars skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig, mildast NA-lands.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Stífar austlægar áttir, væta með köflum og hægt hlýnandi veður.
Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira