Stórt framlag til lífsgæða í landinu Samorka kynnir 26. apríl 2017 15:00 "Það vill oft vera svo að þau gæði sem okkur þykja hvað sjálfsögðust geta verið þau allra mikilvægustu fyrir daglegt líf,“ segir Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku. mynd/Anton Brink Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir Íslendinga búa við mikil lífsgæði úr íslenskri náttúru sem séu ekki sjálfgefin.Starfsemi orku- og veitugeirans er samofin öllu daglegu lífi og verðmætasköpun í landinu, bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. Þetta segir Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Aðildarfélög eru um 50 talsins og starfa um allt land.Lífsgæðin ekki sjálfgefin„Það vill oft vera svo að þau gæði sem okkur þykja hvað sjálfsögðust geta verið þau allra mikilvægustu fyrir daglegt líf. Á það svo sannarlega við þau miklu lífsgæði sem við Íslendingar búum við, þökk sé náttúrunni okkar, varmanum og vatninu,“ segir Páll. Á síðustu áratugum hefur orkan sem býr í landinu verið færð inn á heimilin með markvissri uppbyggingu vatns-, hita- og fráveitu og raforkukerfis. „Það gerðist ekki af sjálfu sér; til þess þurfti fólk með mikla framsýni og áræðni.“ Það er auðvelt að gleyma því að aðeins eru fáeinir áratugir síðan hitaveitur umbyltu húshitun í landinu. Árið 1970 voru 53 prósent heimila hituð með olíu en í dag njóta 96 prósent þeirra hitaveitu. „Hitaveituvæðingin var mikið hitamál á sínum tíma en nú efast enginn um ábata hennar fyrir íslenskt samfélag,“ segir Páll. Hann nefnir einnig mikla gangskör í fráveitumálum undanfarin ár sem mun leiða til þess að um 85 prósent landsmanna verða tengd skólphreinsistöð í lok næsta árs miðað við aðeins 6 prósent árið 1993.Þjóðhagsleg hagkvæmni ótvíræðÍslendingar neyta langsamlega mest af vatni af íbúum Norðurlandanna, nota mikið rafmagn og hita húsin sín vel. Þegar kostnaður heimila í Reykjavík vegna húshitunar, rafmagns, frá- og vatnsveitu er borinn saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum kemur í ljós að hann er bæði lægstur og minnsta hlutfall af árstekjum. „Í Kaupmannahöfn þurfa hjón til dæmis að borga 730 þúsund krónur fyrir sama magn og hjón í Reykjavík sem borga 250 þúsund,“ segir Páll. „Með því að nota innlenda, endurnýjanlega orkugjafa í stað þess að flytja inn kol og olíu sparar íslenskt þjóðarbú sér einnig árlegan viðbótarkostnað á bilinu 60-110 milljarðar króna,“ segir Páll. Í þessu samhengi er fróðlegt að sjá að viðskiptaafgangur Íslands fyrir árið 2015 var 125 milljarðar.Mikilvægt framlag til loftslagsmálaÍslendingar búa við þá sérstöðu að nánast öll raforka og orka til húshitunar er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þess vegna er beislun þeirra og nýting ekki einungis heillaskref fyrir fjárhag heimila og samfélagið í heild heldur um leið framlag landsmanna í baráttunni gegn hlýnun jarðar. „Orkunotkun almennra notenda myndi skila 26 sinnum meiri útblæstri ef orkuframleiðsla væri með svipuðum hætti og hjá ríkjum OECD, segir Páll. „Á Norðurlöndunum er útblásturinn þrettán sinnum meiri en á Íslandi.“Tækifærin blasa við„Okkar umhverfisvænu orkugjafar verða áfram í lykilhlutverki við að draga úr brennslu jarðefniseldsneytis hér á landi,“ segir Páll. Hann segir tækifærin blasa við þjóðinni. „Stærsta framfaraskrefið væri að nýta innlenda, græna orkugjafa í samgöngur að svo miklu leyti sem unnt er.“ Fyrir tilstilli orku- og veitufyrirtækjanna, sem leitt hafa innleiðingu hleðslustöðva, hefur rafbílum til dæmis fjölgað mikið á skömmum tíma. „Íslendingar hafa einu sinni leitt orkuskipti með hitaveituvæðingu, svo eftir var tekið um allan heim,“ segir Páll. „Við getum nú sýnt gott fordæmi enn á ný því hér eru allar forsendur til þess.“ Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir Íslendinga búa við mikil lífsgæði úr íslenskri náttúru sem séu ekki sjálfgefin.Starfsemi orku- og veitugeirans er samofin öllu daglegu lífi og verðmætasköpun í landinu, bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. Þetta segir Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Aðildarfélög eru um 50 talsins og starfa um allt land.Lífsgæðin ekki sjálfgefin„Það vill oft vera svo að þau gæði sem okkur þykja hvað sjálfsögðust geta verið þau allra mikilvægustu fyrir daglegt líf. Á það svo sannarlega við þau miklu lífsgæði sem við Íslendingar búum við, þökk sé náttúrunni okkar, varmanum og vatninu,“ segir Páll. Á síðustu áratugum hefur orkan sem býr í landinu verið færð inn á heimilin með markvissri uppbyggingu vatns-, hita- og fráveitu og raforkukerfis. „Það gerðist ekki af sjálfu sér; til þess þurfti fólk með mikla framsýni og áræðni.“ Það er auðvelt að gleyma því að aðeins eru fáeinir áratugir síðan hitaveitur umbyltu húshitun í landinu. Árið 1970 voru 53 prósent heimila hituð með olíu en í dag njóta 96 prósent þeirra hitaveitu. „Hitaveituvæðingin var mikið hitamál á sínum tíma en nú efast enginn um ábata hennar fyrir íslenskt samfélag,“ segir Páll. Hann nefnir einnig mikla gangskör í fráveitumálum undanfarin ár sem mun leiða til þess að um 85 prósent landsmanna verða tengd skólphreinsistöð í lok næsta árs miðað við aðeins 6 prósent árið 1993.Þjóðhagsleg hagkvæmni ótvíræðÍslendingar neyta langsamlega mest af vatni af íbúum Norðurlandanna, nota mikið rafmagn og hita húsin sín vel. Þegar kostnaður heimila í Reykjavík vegna húshitunar, rafmagns, frá- og vatnsveitu er borinn saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum kemur í ljós að hann er bæði lægstur og minnsta hlutfall af árstekjum. „Í Kaupmannahöfn þurfa hjón til dæmis að borga 730 þúsund krónur fyrir sama magn og hjón í Reykjavík sem borga 250 þúsund,“ segir Páll. „Með því að nota innlenda, endurnýjanlega orkugjafa í stað þess að flytja inn kol og olíu sparar íslenskt þjóðarbú sér einnig árlegan viðbótarkostnað á bilinu 60-110 milljarðar króna,“ segir Páll. Í þessu samhengi er fróðlegt að sjá að viðskiptaafgangur Íslands fyrir árið 2015 var 125 milljarðar.Mikilvægt framlag til loftslagsmálaÍslendingar búa við þá sérstöðu að nánast öll raforka og orka til húshitunar er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þess vegna er beislun þeirra og nýting ekki einungis heillaskref fyrir fjárhag heimila og samfélagið í heild heldur um leið framlag landsmanna í baráttunni gegn hlýnun jarðar. „Orkunotkun almennra notenda myndi skila 26 sinnum meiri útblæstri ef orkuframleiðsla væri með svipuðum hætti og hjá ríkjum OECD, segir Páll. „Á Norðurlöndunum er útblásturinn þrettán sinnum meiri en á Íslandi.“Tækifærin blasa við„Okkar umhverfisvænu orkugjafar verða áfram í lykilhlutverki við að draga úr brennslu jarðefniseldsneytis hér á landi,“ segir Páll. Hann segir tækifærin blasa við þjóðinni. „Stærsta framfaraskrefið væri að nýta innlenda, græna orkugjafa í samgöngur að svo miklu leyti sem unnt er.“ Fyrir tilstilli orku- og veitufyrirtækjanna, sem leitt hafa innleiðingu hleðslustöðva, hefur rafbílum til dæmis fjölgað mikið á skömmum tíma. „Íslendingar hafa einu sinni leitt orkuskipti með hitaveituvæðingu, svo eftir var tekið um allan heim,“ segir Páll. „Við getum nú sýnt gott fordæmi enn á ný því hér eru allar forsendur til þess.“
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira