Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Olís starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís. vísir/gva Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira